sunnudagur, 3. október 2010

Brúðkaup og jarðarfarir

Stundum erum við svo hrædd um að lífið skilji okkur eftir í einsemd okkar að við missum af aðalatriðum þess. Já eða kannske hinu smáa sem einkennir það. Gömul klisja og vel þekkt en hvers vegna ekki að minnast hennar af og til. Ég horfði á hina vel þekktu, og jú svolítið klisjukenndu (en klisjur eru góðar og í rauninni sannar, þess vegna koma þær svona oft fyrir) með öðru auganu í gær. Þar er Hugh Grant í því hlutverki sem hann síðar festist í áður en hann umbreyttist í hlutverki skíthælsins, semsagt feiminn og undirleitur en óneitanlega sjarmerandi í vandræðagangi sínum. Hann verður ástfanginn af hinni afar ósjarmerandi Carrie, sem er ábyrgðarlaus með öllu og teymir hann á asnaeyrunum allan tímann, en hún er samt gellan í myndinni og hlýtur hinn seinheppna Hugh Grant að lokum. Á meðan má hin kuldalega en ógeðslega töff Kristin-Scott Thomas, í hlutverki Fionu, lúta í lægra haldi fyrir þessari amerísku drós, en hún hefur verið ástfangin af Charles í fleiri ár. Reyndar er rosa gott að þau tóku ekki saman því hún þarf öllu ákveðnari mann og hressilegri.

Ó, en hversu fallegir eru ekki hinir karakterarnir, hin leitandi og svoldið lost Scarlett, áðurnefnd Fiona, hinn seinheppni en raunsæi David og síðast en ekki síst, parið Matthew og Gareth sem eru þeir einu af vinunum í upphafi myndarinnar sem hafa fundið sanna ást í hvor (Hvorum? Endilega leiðréttið) öðrum. Að sjálfsögðu þarf sú ást að líða fyrir fráfalls hins gassalega og bráðskemmtilega Gareths, sem hlýtur bíræfna en afskaplega fallega athöfn fyrir tilstilli maka hans, Matthew.

Eins og allir aðdáendur myndarinnar muna er tilfinningaþrungnasta atriði hennar þegar Matthew fer með ljóð W.H. Auden, Funeral Blues, í jarðarför Gareths. Hér kemur ljóðið í heild sinni í fallegri golu þessa sunnudags. Sorrý hvað ég er væmin, það gerir þessi kvikmynd sem allir verða að sjá, líka þeir sem halda sig of kaldhæðna og listræna til þess.

Funeral Blues

Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos and with a muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.

Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling in the sky the message He Is Dead,
Put crêpe bows round the white necks of the public doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.

He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love would last forever: I was wrong.

The stars are not wanted now; put out everyone;
Pack up the moon and dismantle the sun;
Pour away the ocean and sweep up the wood;
For nothing now can ever come to any good.

4 ummæli:

Halla sagði...

Dramatískt ljóð. Skemmtilegt að lesa skrifin þín, Lóba mín, haltu áfram!

Bára sagði...

Váaa hvað það er langt síðan ég sá þessa mynd en hef reyndar séð hana svívirðilega oft. Hélt reyndar alltaf með Carrie fannst hún svöl, Fiona blessunin hafði aðeins og sterk bein fyrir Grantarann. En keep up the good work ég held áfram að lesa:-)
kv Bára

Mímí sagði...

Dásamleg mynd og dásamlegt ljóð :-)
Allir hefðu gott af því að kíkja á þessa klassík... og kannski sérstaklega þessir listrænu ;-)

Loba sagði...

Ohh Bára, mér hefur alltaf fundist að Andie McDowell ætti bara að halda sig við Loreal auglýsingarnar. En takk fyrir að lesa og endilega bloggaðu nú frá Skotlandi ;)
Og Mímí já. LÍKA þeir listrænu ;) Ég meina, þetta ljóð er geðveikt!