laugardagur, 7. ágúst 2010

Tru og von

Fyrst vil eg bidjast afsokunar a bloggleysi. Tilfellid er ad eg timi ekki og hef ekki tima til ad fara a netid i baenum plus thad ad eg hef nu arangurslaust morg skipti i rod reynt ad fara a netid i framhaldsskolanum fyrir nedan grunnskolann en thad er alltaf eitthvad sem virkar ekki.
Nu jaeja, ad sjalfsogdu er heilmikid buida ad gerast en eg veit ss ekki hvar skal byrja.
Fyrir thad fyrsta er nyafstadin thjodaratvkvaedagreidsla um nyja stjornarskra. Ekki hafa verid gerdar jafn drastiskar breytingar a skranni sidan landid fekk sjalfstaedi arid 1963. Ad sjalfsogdu voru morg hitamal vidvikjandi henni, svosem leyfi til fostureydinga og einkadomstoll fyrir muslima, kalladur Kadhris rettur. Fyrst helt eg ad leyfa skyldi fostureydingar, en thegar eg ryndi betur i skrana reyndist fostureyding adeins logleg ef um neydartilfelli er ad raeda, th.e. lif modurinnar er i haettu. Samt sem adur var thetta hitamal fyrir kristna sem margir hafa barist med kjafti og klom gegn skranni. Tha er komid ad Muslimalogunum en kristnir voru lika a moti theim, sogdu ad thad myndi ala a sundurlyndi i landinu osfrv. Eg las ahugaverdan ppunkt i dagbladi fyrir nokkru thar sem ad greinarhofundur benti a ad truin vaeri svo sterk i Kenya vegna thess ad thorf fyrir tru vaeri svo sterk. Fataekt gerir thad ad verkum ad folk tharf ad trua a aedri matt i von um betra lif. I Vesturheimi ma segja ad peningar hafi komid i stadinn fyrir gud, visindin hafa leyst truarbrogdin af holmi, en thad thydir ekki ad folk thurfi ekki von og styrk. Fordomar minir gagnvart trumalum komu sterkt fram i byrjun dvalar minnar. Thott faerslan her ad nedan hafi nu mestmegnis verid grin fannst mer eg oft vera ad kafna i predikunum og og gapandi folki yfir ovissu minni um gud. Smam saman hef eg skilid hvers vegna folk truir. EF undan er skilin afneitun samkynhneigdar (Ekki fannst Paranai nu gott ad forsaetisradherra Islands vaeri lesbia!) vill thetta folk gera odrum gott. Thad laetur orlog sin i hendur guds (ef gud lofar, er algengt ordtak her, og talad er um fyriraetlanir guds) og reynir ad lifa dyggdugu lifi. Thad sem mer fannst svolitid snidugt er ad i skolanum fengu stulkur serstaka fraedslu um hvernig hondla ma lifid betur, um menntun, hvernig stulkur odlast jafnretti og god rad vardandi fjolskyldu. Thad var prestur sem fraeddi og sjalfsagt hafa komid upp mal eins og fostureydingar og samkynhneigd, en tharna hafa komid godir punktar inn a milli og er eg viss um ad krakkar a Islandi hefdu gott af sma sidfraedi a thessum notum.
Ae eg get ekki haft thetta lengra ad sinni. Segi ykkur fra ferd minni til Mombasa naest en eg er einmitt stodd thar i borg nuna. Et stanslaust kebaba og sotradi besta kaffi sem eg hef smakkad i gaer. I dag er svo stefnan sett a strondina og a manudag er mer bodid i risahadegismat til muslimafjolskyldu, en eg kynntist fjolskyldufodurnum thegar eg leitadi logandi ljosi ad mosku nokkurri. Hadegisverdurinn verur stor thvi ad fastan er ad byrja og tha tharf folk forda til ad endast ;)Thetta er hreint dasamleg ferd og eg maeli nu bara med ad ferdast einn thvi tha faer madur taekifaeri til ad kynnast folki thott madur thurfi ad sjalfsogdu ad velja vandlega ur.

Baejo i bili
Loba

5 ummæli:

Rósa sagði...

vá, hvað þetta hljómar allt vel hjá þér Lóba :) Njóttu þess að vera úti að lifa lífinu! Ég ætla að taka þig til fyrirmyndar og gera eins ;)

Kveðja úr sólinni á snæfellsnesi
-Rósa

Jóna Rún sagði...

Jei blogg! :) Gaman að heyra hvað gengur vel og allt er gaman. Borðaðu á þig gat í matarboðinu, hlakka til að heyra meira frá Mombasa!

Nafnlaus sagði...

Þetta eru nú meiri ævintýrin sem þú lendir í Lóbster minn. Mikið er gott að þú hafir skellt þér. Var þetta góða kaffi prósessað í gegnum meltingarveg svotilgerðra apa, fyrir brennslu? Ég hef heyrt að það sé ægilega gott. Þarft/ætlar þú líka að fasta? Gangi þér allt í haginn góða. Ég er í Póllandi núna og verð í 3 vikur í viðbót. Sjáumst gamla!
-Gussi

Nína sagði...

Elsku besta Þórunn mín.
Innilega til hamingju með daginn í dag. Vona að hann hafi verið svona semí spes miðað við aðstæður. Hlakka mikið til að sjá þig þegar að því kemur. Frétti að þú plummaðir þig alveg ljómandi vel. Ég er ótrúlega stolt af þér.
Sé mig í anda í þessum aðstæðum ...
Bestu kveðjur og afmæliskoss og knús.
Nína

Mímsa sagði...

Ég biðst nú bara afsökunnar á því að hafa ekki tekið eftir þessari annars ágætu bloggfærslu fyrr en nú :-) Alveg síðustu forvöð að kvitta til þín þarna út :-)
Það besta við að fá að dvelja í ólíkum menningarheimum er einmitt tækifærið til að setja spurningarmerki við stóru spurningarnar í lífinu (vá hvað ég er spekingsleg!) :-)
Nú er mamma í aðgerðinni, veit þú sendir góða strauma frá Kenýa og svo eru bara vika þar til við sjáumst :-)