þriðjudagur, 19. október 2010

Mér finnst gólfið best

Undanfarið hafa konur póstað undarlegum facebookstatusum þar sem að nefndir eru mismunandi staðir í húsum þeirra sem þeim finnst ,,best" að gera eitthvað. Ég var ekki alveg með á þessu og bað um útskýringu. Systir mín sendir mér því póst sem afhjúpaði leyndarmálið:

Manstu eftir leiknum sem við fórum í á síðasta ári? Þessi þar sem við sögðum í hvað lit á brjóstahaldara við værum í í augnablikinu? Markmiðið með þessum leik var að opna umræðu um brjóstakrabbamein í október. Leikurinn gekk mjög vel og við fréttum af fjölda karlmanna velta því fyrir sér hvað við værum eiginlega að gera. Hvað þessar litameldingar okkar þýddu eiginlega. Það var jafnvel skrífað um það í fréttum.Leikurinn í ár gengur út á handtöskuna þína eða veskið, hvort sem þú notar. Hvar leggur þú það frá þér þegar þú kemur heim? Þá getur þú sagt t.d. Mér finnst svefnherbergið best, þ.e.a.s. ef þú ferð oftast með veskið þangað. Settu bara þitt svar í status hjá þér og ekkert annað.
Klipptu þetta síðan út hér og sendu þetta bréf áfram til vinkvenna þinna hér á facebook. Leikurinn frá því í fyrra komst i fréttirnar. Sjáum hvað við komumst langt núna.
ATH. EKKI SETJA SVARIÐ ÞITT Í "REPLY" HÉR - SETTU ÞAÐ Á STATUSINN HJÁ ÞÉR. SENDU ÞETTA TIL ALLRA KVENNA SEM ÞÚ ÞEKKIR.
P.s. ekki segja karlkyninu frá þessu:-)

Að sjálfsögðu komu allar þessar meldingar á statusunum út eins og konunum þætti best að stunda kynlíf á viðkomandi stöðum. Nú er mér spurn hvernig í ósköpunum þetta tengist krabbameini? Þetta hljómar eins og: Við erum ungar og heilbrigðar konur (því ég held að yngri konur standi á bak við þennan gjörning) sem finnst gaman að stríða köllunum okkar með því að búa til forleik á feisbúkk fyrir villt kynlíf á gólfinu heima hjá okkur og við erum að styðja við bakið á konum sem hafa fengið brjóstakrabbamein í leiðinni.

Skil'etta ekki. Eins ganga statusar um að hvort sem brjóstin eru stór eða lítil (og meðfylgjandi teikningar) ætti að bjarga þeim öllum. Mér finnst þetta bara vísa til smekks karla á brjóstastærðum og hvað þykir tilhlýðilegt í þeim efnum, og nú má hver sem er vera ósammála mér.

Ég las erlenda grein sem ég hef nú týnt niður, sem vill meina að það sé ekkert krúttlegt við krabbamein. Auðvitað er sjálfsagt að sýna systurhug þarf þetta að snúast um "hí hí hí, konur að stríða köllunum sínum-samhug" Við erum ekki bara að bjarga brjóstum og sexúalíteti kvenna með því að styðja við krabbameinsrannsókinir. Við erum í sumum tilfellum að bjarga lífi þeirra.

Mottumars var skemmtilegur og vakti heilmikla athygli. Ég held að ég myndi svei mér þá vilja frekar rottumars svokallaðan (þar sem að skapahár kvennanna væru ekki fjarlægð í mánuð) til að verkja athygli á brjóstakrabbameini. Það snýst allavega ekki um að gera karlana þína spennta fyrir þér!

Það þarf ekki að vera með grát og gnístran tanna í baráttunni við brjóstakrabbamein, en reynum að halda okkur við efnið. Það er ekkert sexí við krabbamein og baráttan þarf að virða það.

4 ummæli:

Mímí sagði...

Nákvæmlega! Tók einmitt mjög meðvitað ekki þátt í þessu rugli. Finnst þetta sorglega mikið í takt annað hjá okkar kynslóð kvenna þar sem ALLT virðist snúast um að ganga í augun á hinu kyninu. Svo mikið að við erum tilbúnar til þess að slengja alvarleika krabbameins fyrir borð bara til að fanga athygli karlmanna. Ég segi nú bara: Stelpur mínar ef ekki er annað í stöðunni en að reyna að koma mönnunum ykkar til með hóp-forleik á facebook í nafni krabbameins þá er þetta ekki að virka! :-)

Unknown sagði...

Mér finnst þetta með rottumarsinn góð hugmynd... ;-)

Þórunn sagði...

Rottumarsinn lifi!

Halla sagði...

Sammála! Ég þoli reyndar bara yfir höfuð ekki svona statusa sem ganga um eins og verstu keðjubréf...hver nennir að lesa sama statusinn 50 sinnum á dag í heila viku? Hvar er sköpunargáfan?