þriðjudagur, 16. nóvember 2010

Drama I

Ég er með hjartsláttartruflanir af einhverju stressi og óráðsíu. Í gær virtist ég þó öðlast einhvern part af skynseminni aftur en það kemur ekki í veg fyrir það að ég er að fara að skila skólaverkefni á síðustu stundu. Vinur minn er með gráðu í dramastjórnun frá bréfaskóla, að hans eigin sögn, og hann mun vonandi taka mig í þerapíu. Ég drekk samt kaffi og kók. Í gær drakk ég latte og svona einn lítra af kóki. Þegar hjartslátturinn var kominn upp í, tja ég veit ekki hvað, þá fór ég að taka til í herberginu mínu af miklum ofsa og leitaði svo afslöppunar til systur minnar og fjölskyldu hennar um kvöldið. Þar var það helst fréttnæmt að kötturinn á bænum hafði skitið upp á haus og bjuggust þau við að fara með hann i sturtu. Ég forðaði mér áður en það hófst!

Dramað má sumpart rekja til þess að ég fer í frekari krabbameinsskoðun á morgun eða einhverja speglun. Ég er búin að ákveða, svona í undirmeðvitundinni að ég sé með krabbamein í eggjastokkunum af því að það er líklegra að ég sé með það en aðrir út af blessaða geninu mínu. Ef svo er verð ég bara að bíta í það súra en það þýðir nú ekkert annað að vera bjartsýnn. Hvað á ég svosem líka að vera að barma mér á netinu um eitthvað sem hefur mjög lílega ekki átt sér stað. En ég er kannski ekki enn komin í tilfinningalegt jafnvægi!

Fjárhagur, atvinnuleysi, skólaleiði og mér finnst langt þangað til ég get farið að gera eitthvað skemmtó. Hverrnig á ég líka að klára MA í hagnýtri menningarmiðlun, BA í heimspeki og kennsluréttindi með allan þennan skólaleiða? Hvernig á ég að safna peningum fyrir Kenýaferð tvö? Hvað á ég að verða eiginlega? Verð ég einhverntíma eitthvað?

Hér hefur verið kvartað í dag. Sálarmeinum dagsins hefur verið komið á framfæri takk fyrir. Og hversu smávægileg þau mein eru miðað við allt annað ég veit. En öll höfum við okkar vandræði, stór og smá. Velkomin í drama tvö á morgun.

Verið þið blessuð og sæl!

6 ummæli:

Rutseg sagði...

Jahh... hvað þú verður?

Hundurinn er snjall. Hann getur þefað uppi hvað sem er og gefið af gæsku sinni meira en margur maðurinn. Sumir hundar geta þetta og ýmislegt fleira. Sumir hundar eru barasta stórsnillingar.
Samt verður hundurinn aldrei neitt meira en hundur.

Fuglinn getur flogið hátt. Og sungið dátt. Hermt eftir hljóðum, kafað og synt. Ratað um heim allan og til baka aftur. Fugl er flottur.
Samt verður fuglinn aldrei neitt meira en fugl.

Maðurinn getur nánast allt sem aðrar skepnur geta því hann er svo hrikalega gáfaður. Auk þess getur hann safnað þekkingu á öllum sviðum, drottnað yfir öðrum, orðið ríkur og frægur.

Þrátt fyrir allt þetta verður maðurinn aldrei neitt meira en maður.

Þórunn sagði...

Ég ætla að hafa þetta í huga ;) Takk fyrir :)

Mímí sagði...

Var skitan hans Mola aðeins of mikið veruleikatjékk? :-) Þér að segja þá er hann orðinn allur snyrtilegri og skitan virðist bak og burt... þér er því óhætt að mæta aftur í veruleikatjékk á Leifsgötuna any time :-)

Þórunn sagði...

Hahaha, I'll be back soon ;)

Valdis sagði...

Hae, alls ekki hafa neinar major ahyggjur i sambandi vid eggjastokkakrabbamein. Vid erum ekki liklegri ad fá það fyrir ca 42-45 ára aldur en nokkur önnur kona. Það sagði mér einhver gena/eggjastokkakrabba sérfraedingur hér. Hafðu það gott og sjaumst um jólin :)

Þórunn sagði...

Takk Valdís, búin að fatta það núna og skammast mín skelfilega fyrir að gera úlfalda úr mýflugu. Hef yfir engu að kvarta :)
Sjáumst og takk fyrir að lesa :)