sunnudagur, 7. nóvember 2010

Aðgát skal höfð í nærveru karlmanna.

Það er svo ljómandi að lesa Cosmo stundum! Já ég viðurkenni það alveg. Ég gríp eitt og eitt blað með mér af bókasafninu einstaka sinnum til að glugga í á köldum kvöldum þar sem að gefin eru sjóðheit ráð fyrir sjóðheitt kynlíf. Yfir hverju á piparjónkan ég annars að gleðjast?

Og auðvitað er þetta spennandi stúdía, bæði framsetning og þau viðhorf sem koma fram gagnvart samlífi karls og konu, því auðvitað er aldrei fjallað um lesbísk sambönd, tja, nema lesbískir tilburðir geri karlinn óðan.

Svo rakst ég á skemmtilega grein þar sem að gerð er grein fyrir því hvernig konur geti fengið fullnægingu án þess að særa stolt bólfélagans. Já, það er nefnlega alkunna að það er frekar erfitt fyrir konur að fá fullnægingu í venjulegu samlífi. Í fyrsta lagi er það líffræðilega erfitt að fá leggangafullnægingu og er fremur sjaldgæft meðal kvenna. Í öðru lagi kann karlinn ekki nægilega mikið fyrir sér til að fullnægja konu! Já, það er nánast sagt beinum orðum í þessari grein en það er nú ekki bara á þann veginn heldur gildir það um bæði kynin því kynlíf er ekki bara það að ná hæsta tindi hamingjunnar. Það snýst víst einnig um að vera ,,góð hvort við annað", eins og útvarpsmennirnir segja, en meina ,,hvert annað" en förum ekki út í málfræði á þessu stigi málsins.

Greinin gengur út á það að leiða karlmennina áfram í gegnum ástarleikinn með því markmiði að hverfa á vit unaðar eilífðarinnar. Þetta verður þó að gera með nærgætni en ekki hranalegum skipunum svo að karlmaðurinn missi ekki sjálfstraustið. Byrja verður á því að hemja ákafa hans því upplifun konunnar verður þá: "as sensual as walking through an automatic car wash."! Æ, æ, æ, ekki byrjar það vel. Kossarnir verða að vera hægir og dýpka svo eftir því sem á líður. Hann á að geta hermt eftir konunni, til dæmis þegar hún kyssir hann eins og hún vill vera kysst ,,þarna niðri." Hvernig sá koss gengur fyrir sig (það er þar sem hún sýnir honum tæknina) gengur fyrir sig veit ég ekki. Ekki eru gagnkynhneigðar konur mikið að kyssa aðrar konur á milli fótanna!

Hvetja verður karlmanninn áfram með orðum, til dæmis: "I'm about to have the orgasm of my life!" Hinsvegar á að þegja ef atlotin eru ekki að gera sig. Það verður að láta hann vita að maður sé við það að "hitting the peak" og það sé honum að þakka, eða mestmegnis. Eftir samfarirnar á að fara munnlega yfir allt sem manni fannst gott svo þetta stimplist nú ærlega inn í hausinn á manninum og hann gleymi ekki trixunum.

Er greinin ekki niðurlægjandi í heild sinni fyrir karlmenn? Tja, ég er á þeirri skoðun. Nú úir og grúir allt af hjálparhellum í formi kynlífssjálfshjálparbóka sem veita innsýn inn í hugarfylgsni beggja kynja og hvaða blettir líkamans eru næmastir hjá hvoru fyrir sig. Getur ekki verið að karlmenn lesi sér til um þetta líka? Ræða þeir þetta við vini sína kannski? Hafa þeir ekki einhvern snefil af hugmyndaflugi og næmni fyrir því að konan er öðruvísi uppbyggð? Ég held að við verðum að gefa karlmönnum meira kredit en þetta. Og ég held að engin kona fái fullnægingu lífs síns ef hún þarf að leggja svona mikið á sig til þess. Ég meina yrði maður ekki þokkalega meðvitaður um hverja einustu hreyfingu? Þótt kynlíf eigi sér stað í huganum líka ætti nú ekki að þurfa að hugsa svona andskoti mikið um það á meðan því stendur! Eða hvað?

3 ummæli:

Kristrún Friðriksdóttir sagði...

Heyr, heyr! Of mikil meðvitund er ekki besta meðalið við lágri fullnægingatíðni...;)

Þórunn sagði...

Og karlmenn hljóta að geta tekið smá leiðbeiningum sem eru setta fram í einlægni. Og konur svosem líka ;)

Nafnlaus sagði...

Loose [url=http://www.INVOICEFORFREE.COM]free invoice[/url] software, inventory software and billing software to conceive professional invoices in minute while tracking your customers.