miðvikudagur, 2. júní 2010

Vesen

Ok, nu er vesen. Thetta kemur ekki a ovart en eg heyri ekki neitt! Nu a ad fara med mig til einhvers heyrnaserfraedings her i Nairobi og einhvernveginn efast eg um ad thad muni bera arangur. Auk thess gleymdi eg ad tryggja mig, en mamma er nu ad vinna i theim malum. Veit samt ekki hvernig thetta a eftir ad enda. Tharf sjalfsagt ad borga fulgur fjar, en mer er eiginlega alveg sama, bara ad eg heyri eitthvad!

Annars var heljarmikid orientation i dag, med klapp og nafnaleikjum og laeti! Ekki eitthvad sem eg er god i ;) Svo forum vid i slummid og thar var nu ymislegt ad sja, othefur i lofti og krakkar sem brostu allan hringinn og sogdu how are you, how are you? Enginn var ad reyna ad troda neinu upp a mann eda bidja mann um pening og folkid var vel klaett ekki i rifnu og virtust thvo ansi vel af ser midad vid allar thvottasnururnar, en jaeja verd ad drifa mig

baejo spaejo, Loba

6 ummæli:

ingibjorgosp sagði...

Hvað segirðu, ertu alveg heyrnalaus?! Heyrirðu núll, nix, nada? Hvað kom eiginlega fyrir? Ég vona að þetta sé ekki eitthvað alvarlegt. Gaman að heyra frá "Summinu" :)

Hlakka til að heyra meira.

Halla sagði...

æææ, eins gott að þetta lagist Þórunn mín...en í gegnum hvaða batterý fórstu út? Það var ein áhugasöm um hjálparstarf að spyrja mig, ég vissi ekki neitt :o)

Nafnlaus sagði...

hahaha hvað segiru vesen... er það e-h sem maður setur á brauð??
amk þetta hlýtur að reddast e-h vegin það gerir það víst alltaf ég er bara dauðfegin að þú ert komin í heilu lagi á áfangastað.
kveðja BH

Nína sagði...

Blessuð og sæl Þórunn mín.
Gott að heyra að ferðin gekk vel. Leiðinlegt að heyra með heyrnartækin. Vona að þú náir að redda því og að heyrnarsérfræðingarnir þarna úti séu ekki bara með eins vikna námskeið í heyrnarfræðum ...
Klappið og nafnaleikirnir minna ónotalega mikið á leiðtoganámskeið hjá þjóðkirkjunni. Skil vel að þú hafir ekki haft gaman af því. Annars á ég eftir að verða fastagestur hér í sumar og fylgjst spennt með örlögum minnar góðu æskuvinkonu, í landi Masaía og Karenar Blixen. Hafðu það gott kæra vinkona og enn og aftur, farðu gætilega. Pétur og Eggert biðja að heilsa þér. Nína.

Mímsa sagði...

Verð nú að segja að þeir Kenýamenn fá ekki fálkaorðuna frá mér fyrir þessa uppgvötun sína með heyrnaleysið á þér.... það var nú löngu vitað :-) En ég vona nú að þeir geti eitthvað liðsinnt þér með það mál.
Púff fæ nú bara hroll af þessum lestri um klöpp og nafnaleiki... fékk alveg minn skerf af svoleiðis um árið þegar ég fór til Kól. Held við erfum áhugaleysi okkar um slíkt frá pabba sem bókstaflega hatar allt svoleiðis samþjöppunar-crap á kennaraþingunum :-)

Helga sagði...

Vona að allt gangi vel Loba mín. Við Sjonni erum í sveit. Hann er að hjálpa afa að marka - en hefur takmarkaðan áhuga. Þetta er sennilega lokasenan í því þar sem aðeins ein ær er óborin. Ærin hans Sjonna er þrílembd svo karl hefur nú eitthvað að hugsa um. Svo er ég að fara á Vís. Vona bara svo sannarlega að heyrnarleysið lagist.
Hér er sól núna en það var frost í nótt.
Er að fara til R í læknisferð og tek ömmu með :-)
Verðum í sambandi.
mamma