þriðjudagur, 1. júní 2010

Ferdin er hafin

Jaeja, tha er Loba komin til Kenya og buin ad komast ad ymsu.

1) I Kilgoris, thorpinu sem eg verd i, eru engir adrir sjalfbodalidir! Thetta thydir ad eg hefdi ekki thurft ad kaupa lundabangsa og stela osku ur Eyjafjallajokli ur vinnunni hennar Astyar thvi thad verda engin culture nights...

2) Sidasta manudinn (agust) er sumarfri i skolum svo tha haetti eg ad kenna grislingunum og fer i workshop med odrum sjalfbodalidum og eg fae ad velja thad verkefni. Thar med er einangrun minni lett!

3) Thad er svo sannarlega til eitthvad sem heitir African time thvi allt tekur oratima her.

4) Thad er allt fullt af Masaium i thorpinu minu og madur ma ekki vera faklaeddur sem eg hafdi ss ekki hugsad mer ad gera, hlyrabolir eru thar med a bannlista.

5) Her er bara Islandsvedur, ekki svo heitt sko.

6) Thad er ekki haegt ad gera blikkkall a tolvunum herna, sem er slaemt thar sem eg nota tha otaepilega!

Er ss stodd i Nairobi nuna og fer til Kilgoris a fimmtudaginn. Ferdin tekur NIU tima, og eg ekki med mp3 spilarann minn! Eg dey...
Annars eru allir voda indaelir. Hef mest verid med Emily sem fylgir mer ut um allt og Rose sem kynnti fyrir mer hvernig lifid yrdi naestu 3 manudina. Aetla ekki ad fara ut i details en madur ma vist vara sig a folki og eyda ollum sinum tima i eldhusinu med fjolskyldu sinni. Ef madur fer thadan an thess ad utskyra neitt er madur algjor doni.
Annars haldid upp a 47 ara afmaeli sjalfstaedis Kenya i dag, thad er ss 17. juni her! Jaeja vona ad eg geti skrifad eitthvad thessa 3 manudi, ef ekki, tha verd eg einhversstadar fost i eldhusi ;) Nau nau, tharna kom blikkkall :)

Baejo spaejo
Lobster

10 ummæli:

Mímsa sagði...

Þetta er náttúrlega sóun á góðri ösku og lundaböngsum... en þú bara dreifir þeim í workshopinu :-) Mest er þó sóunin á öllum góðu H&M hlýrabolunum sem þú varst búin að viða að þér... getur kannski notað þá innan undir fyrst ekki er svo heitt :-)
Þú reynir nú að hafa það gott þarna úti Lóba mín. Við söknum þín auðvitað hér heima en höfum auðvitað myndina góðu til að hugga okkur við og þá staðreynd að 3 mánuðir eru ótrúlega fljótir að líða :-)

ingibjorgosp sagði...

Þú ættir að spjara þig vel í eldhússamræðunum, ég man ekki betur en að við eyddum öllum okkar tíma við eldhúsboðið í margra klukkutíma spjalli :)

Jóna Rún sagði...

Gaman að þessu, ég mun fylgjast spennt með :)

Dóra sagði...

Þetta hljómar spennandi... þrátt fyrir ónotaða hlíraboli og eldfjallaösku. Hef trú á að þú finnir not fyrir þetta allt saman. Hlakka til að lesa meira.
Bestu kveðjur á milli heimsálfa.

Halla sagði...

Hvaða, hvaða, ég var búin að skrifa hér áðan, en það kom ekkert inn...mér finnst þú ótrúlega mikil hetja að gera þetta og þetta á bara eftir að vera spennandi og þroskandi fyrir þig ;o) Gaman að lesa textann þinn, þú ert skemmtilegur penni :o)

Nafnlaus sagði...

Ji, mikið er ég fegin að þú fannst blikk-kallinn, ómögulegt að blogga án þeirra ;) En ótrúlega gaman að lesa bloggið þitt.. ég á eftir að vera fastagestur hérna, alveg pottþétt.

Gangi þér vel í þorpinu og hafðu það gott í eldhúsinu!
Góða ferð í rútunni.

Knús frá Kólumbíu
....og já..... það er sko til einhvað sem heitir African time :)

Nafnlaus sagði...

uhhh, já, þetta er Erna, gleymdi að minnast á það, eins gott ef þú þekkir mikið fleiri í Kólumbíu ;)

Loba sagði...

Thakka godar kvedjur krakkar minir, thetta verdur nu bara ljomandi held eg :)

Helga sagði...

Sæl Þórunn mín.
Sit hér á skrifstofunni í Þingeyjarsveit og hugsa til þín. Gangi þér allt vel.
mamma

Ásthildur sagði...

haha ég held að hvorki við né eyjafjalla jökull förum að sakna öskunnar :)
skemmtu þér vel í eldhús umræðunum og lærðu að elda góðu týpuna af Kenýskum mat hand okkur... hafðu það gott mín kæra, bkv Ástý