laugardagur, 5. júní 2010

Kilgoris

Jaeja, nu a eg bara eftir lokasprettinn til Transmara thar sem eg mun dvelja naestu tvo manudina. I augnablikinu er eg stodd i Kilgoris sem er sa baer sem er naestur stadnum. Thad er ofsogum sagt ad Kilgoris se saetur baer. Her uir og gruir i sjoppum hverskonar og hotelum, sem eg skil ekki alveg thvi ibuafjoldi er um 4.500 (a staerd vid Isafjord) og her a ekki nokkur kjaftur leid um! Kilgoris hefur tho sinn sjarma. Eg og Elizabeth sem fylgir mer gistum a thessu fina hoteli, eda ja tja svoleidis. Allstadar er ljosturkisblar litur sem mig langar ognarmikid ad mala eldhusid mitt i, svona i framtidinni. Spurning um ad spyrja hvar their na i alla thessa malningu.

Thad er talid ad enginn buss fari a stadinn, og their voru lika haettir ad keyra thegar vid komum i gaer. Astaedan er su ad logreglan herjar a bussana og pikkar ut hvert smaatridi sem their telja ologlegt til ad hirda pening af bilstjoranum. Polisid er mjog fegradugt her um slodir og notar hvert taekifaeri til ad na ser i aura!

Thad er thvi upp a teningnum ad vid forum a motorhjolum. Gud minn almattugur, eg a motorhjoli. Eg sem keyrdi skellinodruna hans Ella upp i skafl saella minninga!

Thad er liklega ekkert ragmagn a stadnum sem eg by a og madur verdur ad thvo ser med thvi ad skvetta a sig vatni ur bala. Harid a mer verdur liklega skitugt i allt sumar! Klosettid er hola en fjolsk min mun kaupa klosettpappir handa mer, annars skeina menn sig med dagblodum.
Eg mun lifa a medal Masaia, folki sem er afar annt um arfdleifd sina og madur ma passa sig ad adlagast og modga ekki neinn. Thad er akvedid dresscode. Thad mesta sem ma syna er stuttermabolur og pils sem naer nidur fyrir hne

Jaeja aetla ekki ad lata Elizabeth bida, naest er thad motorhjolid!

Baejo spaejo
Loba

3 ummæli:

Unknown sagði...

Lóba mín, ég væri alveg til í að heyra svolítið af mótorhjólaferðinni við tækifæri... komstu ekki örugglega alla leið?
Koss,
V

ingibjorgosp sagði...

Já, gleymdu ekki að taka mynd, ég meina láta taka mynd af þér á hjólinu :) Ég er að reyna að sjá þetta allt saman fyrir mér... svaka töff.

Mímí sagði...

Þetta hefur verið rosaleg ferð! :-)Er annars sammála þér með ljósbláa túrkislitinn... ef þetta er sami litur og þeir nota óspart í Latino America... virkilega smart eldhúslitur... mundi sóma sér vel í fallegu eldhúsi í Hlíðunum ;-) Vona að þú hafir tekið framförum með klósettholuna (hahaha) hlakka til að lesa næsta pistil þegar þú kemst í tölvu :-)