mánudagur, 14. júní 2010

Paranai

Jaeja nu er madur kominn a veraldarvefinn sem dettur stodugt ut her i Kilgoris. Reyndar bidur motorhjolagaeinn sem a ad skutla mer heim eftir mer, en their eru nu svo slakir herna ad hann getur varla verid mj stifur a thvi. Enda hafa kenysku sjalfbodalidasamtokin att i vandraedum med Thjodverja. Passa ekki alveg inn i rythmann ;)

Eg hef eignast vinkonu. Hun er 14 ara. Ok ok eg veit thad er pinu aldursmunur en okkur kemur virkilega vel saman. Hun heitir Paranai og byr med mer i litla husinu og eldar ofan i mig og thvaer af mer og eg veit ekki hvad og hvad. Reyndar reyni eg nu ad taka thatt i thessu annars mjog kosy heimilishaldi en Paranai virdist vera a undan mer i ollum athofnum og sinnir husverkunum af natni og alud. Vid bidjum svo fyrir maltidirnar og einu sinni atti eg ad bidja en su baen var ansi stutt thvi eg vissi ekki alveg hvad eg atti ad segja. Vid fengum frosk i heimsokn og rekstur hans ut veitti okkur mikla skemmtan. Paranai segist vera hraedd vid froska og frikadi ut thegar eg sagdist geta tekid hann og skutlad honum ut. Hun bara hlo og hlo og fannst thetta uppataeki mitt ansi furdulegt. Ad lokum nadum vid ad reka kvikindid ut med sopinn ad vopni.

Eg heimsotti fjolskyldu Paranai i gaer og var thad heilmikid upplifelsi. Fyrir thad fyrsta a kallinn pabbi hennar 4 eiginkonur. Tvaer theirra eru nagrannar en hinar bua lengra i burtu. Eg spurdi kallinn hvort hann faeri tha hvort hann ferdadist a milli og ju ju, hann tharf ad sinna thessu og ollum thessum 24 bornum sem hann a! Thad vantadi nu samt ekki almennilegheitin og thad var trodid ofan i mig storum skammti af sodnum bononum og nottla eins miklu chai tei og haegt var enda tjodardrykkur her i landi. Eg fekk nett sjokk thegar eg kom til mommu hennar. Thaer maedgur bua i tveimur husum byggdum ur drullu og i flestum herbergjum var ottalegt rusl og konguloarvefir allstadar, Paranai er samt sem adur mj thrifin en veit ekki alveg med mommuna, sem heitir by the way Mini, bara svona ef Mimi skyldi vilja vita. Thvi betur hef eg alltaf truad ad akvedid magn af drullu styrki onaemiskerfid og er ekki med hreinlaetisarattu, en samt sem adur hugsadi eg mig pinu um adur en eg bragdadi a thessum finu bononum sem eg klaradi fyrir rest. Her er svoleidis trodid i mig ad islenskra husmaedra sid og beinlinis sagt "you have to eat" Svo madur gerir ekki annad en ad hlyda. I ofanalag er thetta allt kolvetni. Eg kem heim eins og tunna!

Thegar kom ad "my third mother" eins og Paranai kalladi thridju eiginkonu fodur sins, tha voru thar ekkert nema born. Kallinn var mj anaegdur med ad eg skyldi taka svona vel a moti Paranai og thakkadi mer i bak og fyrir svo eg vard halffeimin, enda ser Paranai algjorlega um mig svo thad er mitt ad segja takk. Eg er nu farin ad heilsa a Masaimali, eda thad sem kallast Maa mal. Allir nottla aenagdir med thad. Tharna var lika albrodir Paranai sem eg heldt ad vaeri giftur og aetti born og spurdi hvar krakkarnir hans vaeru. Humm hann sagdist nu vera ogiftur. Seinna kom i ljos ad Paranai telur hann vera um 17 ara! Eg var buin ad tala heilmikid vid hann og var glod ad finna "jafnaldra" minn. Humm spur ning hvort okkar er throskadra ;)

Thegar eg spuyrdi svo um toilettid kom i ljos ad thad var ekki til stadar. Oh Thorunn fiflid thitt!

Ekki meira i bili, verd ad tekka a farinu.

Baebs
Loba

9 ummæli:

Helga sagði...

Ja hérna. Passaðu þig á þessum kalli, hann virðist útundir sig
:-) svo ég fari nú í sama þankagang og "amma R".
Við Kári erum að dunda okkur í þínu herbergi, þar er jú tölvan. Hitinn fór yfir 22 stig í dag.
Kári fór úr hverri spjör eftir að vökva í Seljóinu. Fannst þetta mjög spennandi.
Sjonni fór á hlaupahjóli í vinnuna, með nafnspjald í barminum. Passaðu upp á þig Þórunn mín. Mamma

Nína sagði...

Snilld Þórunn, ég segi nú ekki annað. Ég er himinlifandi með bros á vör eftir lestur þessara stórskemmtilegu, heillandi og í raun ótrúlegu pistla. Og já, ég tek undir með þér Helga: passaðu þig á þessum karli ;)
Paranai hljómar þroskuð og ótrúlega dugleg. Vona að sambýlið gangi vel og kennslan sömuleiðis.
Við Pétur erum hér heima við og bíðum spennt eftir flutningum sem eru í vændum. Festum kaup á íbúð fyrr í mánuðinum, í Litla Skerjó. Reiknum með að fá afhent í lok mánaðar. Annars situr Pétur hér og horfir á Póstinn Pál í milljónasata skipti - það virðist hins vegar ekki breyta neinu fyrir hann. Pósturinn slær í gegn í hvert skipti. Kannski að ég sendi Póstinn bara þarna út til þín, þú gætir kannski komið honum þar fyrir kattarnef...
Þú ferð varlega að vanda.
P.s Hef verið með eyrnavandamál síðustu daga sem koma fram í því að ég fékk stærðar bólu inn í eyrað. Fór til læknis í gær sem deyfði og skar á þetta. Ég var því með svo stóran plástur fyrir
eyranu í gærdag að ég virtist STÓR slösuð. Arngrímur Rannveigarson hélt að það væri búið að taka eyrað af mér. Vildi bara deila þessu með þér eftir fréttir frá Mímí af eyrnavandamáli þínu. Vona að það sé komið í lag.
Nína

Mímsa sagði...

Hahaha þetta með klósettið þykir mér gott! :-) Ekki vildi ég vera í sporum Mini, skánöfnu minnar, og þurfa að deila eiginmanninum með þremur öðrum konum. Finnst nú eins og ég sé stundum að tala við vegginn þegar ég reyni að útdeila visku minni með mínum manni og á hann þó bara eina konu sem hann þarf að hlusta á! :-) Eins leist mér heldur illa á veitingarnar, soðnir bananar hljóma hræðilega í mín eyru! En chai-tei hef ég alltaf verið hrifin af :-)
Bið kærlega að heilsa Paranai sem virðist indælisstúlka. Sé fyrir mér bardagann ykkar við froskinn :-)
Bið að heilsa þér í bili Lóba mín. Rita næst um Köbenferð :-)
Kv. Mímí

Loba sagði...

Takk fyrir allar frettir, gott ad vita hvernig Fronverjar hafa thad. Eg samhryggist med eyrnavandamalid Nina min og er eg nu nokkud sjoud i theim malum, fekk sykingu rett adur en eg for ut en thad er nu ekkert a vid boluna! Engin furda ad Arngrimur hafi verid furdulostinn ;) Sp med Postinn. Gaeti kannski komid honum a motorhjol sem feykti honum lengst ut i buskann ;)
Ja Mimi, eins gott ad thu lentir ekki i thessu med bananana! Thad er sjalfsagt erfitt ad eiga mj djup samtol vid kallinn thar sem hann tharf ad fara a milli fjogurra stada!
Eg passa mig a kallinum haha. Eins gott ad amma er ekki med mer!

Unknown sagði...

hehe snilld... þetta með klósettið eða skort á klósettum lærist fljótt. En ég verð að taka udir með systur þinni að soðnir bananar hljóma ekki spennnandi.
Lífið hér gengur fínt og Mexíkaninn kann svo vel við sig hér á landi að ég er ekkert viss um að hann skili herberginu þínu bardagalaust í haust.
hafðu það gott :)

Nafnlaus sagði...

Skrautleg lesning og sammála öllum þeim sem hafa tjáð sig um soðna banana = ekki hressilegt. En samt mjög jákvætt að hafa sína einka þjónustu stúlku klárlega e-h sem mann dreymir um en samt etv ekki í þessum aðstæðum. En ég skal taka út Mexíkanan í partíinu hjá Ástý á laugardaginn og láta þig vita hvort hann sé hæfur til þess að dvelja áfram í öðru hvoru herberginu eftir að þú kemur heim múahhaha. Þeas ef ég kemst fyrir þreytu, ég skellti mér í eina miðnæturgöngu í gærkvöldi á Skarðsheiði og er að fara á Snæfellsjökul aðfaranótt laugardags. En ég held að forvitnin verði öllu yfirsterkari sérstaklega eftir að Benni tilkynnti komu sína þannig að ég mæti pottþétt,læt vita ef e-h markvert gerist
kv Bára

Guðbjörg Ása sagði...

Hæ. Það er skrýtið að eiga fjórar konur. Soðinn banani er skrýtinn. Ekki klósett er skrýtið. Hvert hafa vindar lífsviljans feykt þér, viðkvæma blóm? Ég, skal ég segja þér, rakst á lítinn matsölustand í Camden í dag þar sem hægt var að fá banana í ídýfu. Allt er nú til í þessum bananabransa. Vertu blessuð og góðar stundir kære Lúba.

-Gussi

Valdis Arnorsdottir sagði...

Hae, hae,
Gaman ad lesa um þessi aevintýri thin. Gangi þér vel og ég vona ad þér liði sem best! :)

Halla sagði...

Þetta er allt saman mjög ævintýralegt og erfitt að ímynda sér það sem þú ert að upplifa. Sammála fleirum sem hér hafa skrifað, það er einstaklega skemmtilegt að lesa pistlana þína.

Knús úr Barmahlíðinni