sunnudagur, 27. júní 2010

Tequila!

Jaeja, eg tharf nu eiginlega ad blogga her dag eftir dag, thvi thad er svo langt sidan eg hef komist i tolvu af viti.

Eg er komin til Nairobi eftir aevintyralega ferd i Masai Mara thjodgardinn um helgina. Held ad eg verdi samt ad hverfa adeins aftur til Shartuka og segja ykkur frettir lidinna daga.

Blessud kennslan gengur nokkud vel fyrir sig nema eg er buin ad komast ad thvi ad eg er svona helmingi verri i ensku en eg helt ad eg vaeri. Eg er ss ad kenna 8 klassa og er bara hreint ekki alveg sjur a malfraedinni! Eins gott ad eg er med kennaramanual med mer! Thad sem er nu skemmtilegast er tho sk creative arts, sem eg kenni adurnefndum 8 bekk og er adeins byrjud ad kenna 3 bekk lika. Thau i thridja bekk eru nottla snillingar. Thau standa idulega upp og oskra "teacher, teacher" thegar kennarinn spyr um eitthvad, oll naudarokud og skitug. vid tokum nu gamla goda Hoki poki i fyrsta timanum sem eg kenndi theim creative arts. Veit ekki hvort thad thykir mjog menningarlegt en thad skemmtu ser allavega allir supervel. Vid tokum sma leiklistaraefingu lika og tha voru mikil laeti.

Attundi bekkur er i adeins odruvisi gir enda ekki nema von.Vid erum buin fara i gegnum leiklistina thar sem eg let thau medal annars leika dyr og dialoga thar sem hver og einn fekk akvedna tilfinningu til ad tulka. Einn var ooruggur a spjalli vid einn mjog svo sjalfsoruggan, annar var aesispenntur ad peppa upp fylupuka og svo tokust a dramatisk manneskja og komisk. Tilfinningin sem vakti tho einna mesta lukku var astin. O ja, thessi feimnu krakkar sem thora ekki einu sinni ad snerta hvert annad fylgdust spennt med samtali tveggja astfanginna einstaklinga, og thad thurfti meira ad segja ad skipta ut leikurum oftar en einu sinni til ad endurtaka leikinn. Thetta gladdi mitt gamla romantiska hjarta, en eg hafdi samid agalega vaemid samtal, thar sem hikandi, blidur drengur faer ad heyra ad stulkan se astfangin af honum. Eg lagdi mikla aherslu a mykt drengsins, enda sagdi eg margoft ad mjukir menn vaeru sterkir af thvi ad their thekktu tilfinningar sinar, ha ha.

Vid forum svo ut i dansinn naest og eg tok audvitad gomul skref ur danskennslunni i Storutjarnaskola til ad kenna ungmennunum! Ja mambo var thad heillin en tha vandadist reyndar malid. Adalvandamalid voru ekki sporin sjalf, (thott strakarnir hafi sidur en svo nad tokum a theim ;)) Heldur su stadreynd ad i thessum dansi thurftu strakar og stelpur ad snertast. Haldidansinn var ekki ad koma vel ut. Thau hlogu thegar eg tok einn strakinn ut og helt fast i hann og let hann dansa vid hann. Thad ad greyid thurfti ad halda utan um mittid a mer for alveg med hann. Auk thess sprungu thau ur hlatri thvi i hita leiksins hofdu naerbuxurnar gaegst upp ur buxunum hja mer, enda eru thaer ordnar ansi storar a mig og leka sifellt nidur! Ja madur er ordinn eins og sumir i kennslunni, their sem til thekkja vita sennilega hvad eg a vid;) Nu ekki vildi eg thvinga krakkagreyin i eitthvad sem thau vildu ekki og stakk tha upp a ad thau myndu alls ekki snertast bara dansa sporin a moti hverju odru. Nei, thetta gekk ekki heldur og ad lokum donsudu strakar vid straka og stelpur vid stelpur.
Thegar thad var loksins komin nidurstada i thetta mal, tok min ad humma mambolagid fraega "Tequila" og greyin urdu bara ad saetta sig vid mina fogru songrodd thvi enginn er geislaspilarinn. Thad hofdu tho allir gaman ad thvi thegar eg stodvadi dansinn til ad retta upp hond og kalla "Tequila" og thau hermdu sidan eftir mer thvi aldrei komust thau inn i taktinn, en thad var nu kannski ekki nema von eftir tveggja tima kennslu.

Svo nu er eg komin til Nairobi og Silas vinur minn ur 8 bekk vidurkenndi nu feimnislega fyrir mer ad thau myndu sakna min thessa daga sem eg yrdi i burtu. Eitthvad skemmtir fiflaskapurinn theim og mikid lifandi skelfing er thad gott. Gott ad madur veki allavega katinu medal nemendanna.

Eg blogga svo sennilega um Masai Mara ferdina a morgun eda hinn.
Godar stundir
Madame Loba

5 ummæli:

Helga sagði...

Sæl Þórunn mín.
Ósköp gott að heyra meira frá þér. Fékk samt sms-ið. Það var jú gott - vona að þú hafir fengið sms frá mér.
Erum heima í sveit - Vala og krakkarnir líka. Elli og pabbi þinn að mála ömmu Mæsu herbergi á milli þess sem þeir horfa á þennan endalausa fótbolta. Sjonni og Helga eru að fara að tína hundasúrur handa mér. Vala þvær glugga og skrúbbar. Ætla að hafa opið hús þann 30 :-)
Vildi að þú værir komin og Mímsa líka, en hún er nú rétt búin að koma og þarf svo á ættarmót þann 9.júlí.
Vona að allt gangi vel og þú hafir það gott.
Mamma

Jóna Rún sagði...

Þú ert greinilega snilldar kennari :)

Mímsa sagði...

Gott að vel gengur í kennslunni Lóba mín... greinilegt að þú hefur tileinkað þér ákveðinn stíl sumra að vera helst til illa gyrt og svo ertu náttúrlega með heyrnaleysið á tæru líka þannig að það ætti að vera öllum ljóst hvaðan þú hefur erft kennsluhæfileika þína :-) Best þykir mér þetta þó með að leggja áherslu á kosti mjúka mannsins... um að gera að bera út boðskapinn sem víðast :-) Hlakka til að heyra frekar um Masai Mara. Rita þér pistil á facebook um Köbenferð :-)
Kv. Mímí

Helga sagði...

Hæ.
Pabbi þinn og Elli halda að þeir geti ekki farið til Kenýa út af buxnavandamáli :-)
M

Halla sagði...

Haha, arfgengt buxnavandamál...allt er nú til ;o)