þriðjudagur, 4. janúar 2011

You can say I'm a dreamer.

,,Paranaiverkefnið" fer senn af stað. Ætlunin er að halda basar seinna í mánuðinum, eða byrjun febrúar. Þeir sem hafa áhuga geta lagt söfnuninni lið með því að gefa föt, leikföng, bækur, eða jafnvel baka kökur eða brauð og koma því til mín fyrir söfnun, en vitaskuld liggja upplýsingar um dagsetningu og fleira á borðinu vonandi sem fyrst.

Eins og áður segir snýst þetta svokallaða verkefni ekki einungis um eina manneskju heldur er ætlunin að við stöldrum aðeins við og hugsum um hvað skiptir máli. Vonandi hvetur það ykkur til að koma á fleirum slíkum verkefnum, ekki síst til að styrkja fólk hér á Íslandi, og þá meina ég ekki endilega með fé heldur einnig aukinni samfélagsvitund og vilja til góðra verka.

Ég virðist kannski vera heldur mikið upp í skýjunum með þetta allt saman, en hvað með það? Það hlýtur að koma eitthvað gott út úr þessu.

Bless og takk,
ekkert snakk ;)

4 ummæli:

Jóna Rún sagði...

Frábært framtak og mjög spennandi Þórunn. Ég ætla að reyna að finna eitthvað dót fyrir basarinn. Gangi þér vel :)

Þórunn sagði...

Takk fyrir það kærlega :)

Halla sagði...

Við Jónatan eigum gommu af drasli sem við erum tilbúin að afhenda þér og ég get jafnvel boðið fram aðstoð mína við söluna.

Lóba sagði...

Glæsilegt Halla :)