sunnudagur, 5. desember 2010

Minnihlutajólastemmningin.

Last Christmas kom áðan í útvarpinu, Ásthildur bakar smákökur og ég búin að skreyta ofurbleika, gay jólatréð sem mér áskotnaðist eina menningarnóttina úr gömlum lager í blómabúð. Það vekur alltaf gleði í hjarta það get ég sagt enda táknar það í mínum huga jól minnihlutans, þeirra sem hafa að einhverju leyti lent utan normsins og langar að njóta jólanna á sinn hátt. Mér þykir mjög vænt um bleika jólatréð mitt.

Eins og áður hefur komið fram er ég enginn sérstakur aðdáandi jólanna. Jólin eru helvíti þunglyndissjúklinganna. Þá er mesta myrkrið og minnst við að vera nema að vera þunglyndur og éta. Auðvitað eru margir rosa ofvirkir og fara kannski á skíði og spila geðveikt mikið en ekki ég. Mig langar samt innst inni alveg ógeðslega mikið að vera svoleiðis! Sé þetta í hyllingum, með blessuð börnin hlaupandi í kringum tréð, eins og á jólatónleikum Bo í gær. Já, ég fór á jólatónleika með Bo í gær! Vinkonur mínar voru svo elskulegar að bjóða mér. Reyndar af því að systir mín sem hafði borgað fyrir miðann var veik haha. En þetta var bara þessi fínasta markaðssetta jólastemmning og ég var geðveikt að fíla Helga Björns í Ef ég nenni!

Ég held að ég muni að endingu taka jólin alveg í sátt þegar/ef ég eignast mína eigin krakka. Þá lifir maður þetta alveg í gegnum þau. En neysluna mun ég aldrei gúddera, ég verð bara að segja það og hugsa með hryllingi til alls draslsins sem börnin munu fá! En það er auðvitað gert af góðmennsku einni, og hvern langar ekki að eiga svosem eins og eina fjarstýrða spacecraftship flugvél og einn hárgreiðsluhaus.

En jesús, ég ætla ekki að segja að fjölskyldan mín sé ekki hreint frábær og það eru engin jól án þeirra. Ég veit bara stundum ekkert hvað ég á að gera á jólunum, og þau minna mig stundum á eitthvað leiðinlegt. Ég mun sakna fjölskyldunnar, æsispenningsins í karlpeningnum (jafn hjá yngri sem eldri) yfir flugeldunum og einni af mörgum stórveislum hjá Völu systur og mömmu. En ég næ jólunum sjálfum, afmælinu hjá Helgu systurdóttur minni og jólaboðinu hjá ömmu. Mig hefur alltaf langað til að eyða gamlárskvöldi í útlöndum og hef því ákveðið, eins og áður segir, að heimsækja Arngrím vin minn í Árósum.

Ég ætla annars að baka piparkökur í kvöld og fá smá kanillykt í íbúðina, sem er orðin shiny fyrir tilstilli Ásthildar (hvað er þetta, ég hef nú skúrað doldið í vetur ;)). Ég óska ykkur gleðilegrar aðventu á seinni skipunum.

Jóla-Ble

Engin ummæli: