Erwing Goffman hefur bent á að kvenfyrirsætur birtast oft í leikrænum, trúðalegum stellingum í auglýsingum og minna þar með á hið einfalda og saklausa. Nánari umfjöllun má sjá hér



,,Að krossa fæturna" uppstillingin er afar vinsæl í Hollywood og lýsir sakleysi og líka eins og konan sé að verjast. Að taka höndum saman fyrir aftan bak lýsir undirgefni og er tiltölulega passív stelling, en engu að síður bjóðandi og vingjarnleg, enda er þjónustufólki uppálagt að krossleggja ekki hendur fyrir framan viðskiptavini.


Krípí... Konur bera þann kross að hafa gjarnan verið álitnar hysterískar og geðveikar í gegnum tíðina.
Hér sjáum við karlfyrirsætur aftur á móti:

Ögrandi svipur.

Þetta er mjög algeng uppstilling í auglýsingum fyrir karlmenn. Bjóðandi, en gerir hann líka stærri, á meðan konur leitast við að gera sig litlar. Stellingin lýsir líka að hann hefur stjórn á hlutunum.
1 ummæli:
Fyrirsögnin á að sjálfsögðu að vera Trúðslæti, en einhverra hluta vegna vill síðan ekki leyfa mér að leiðrétta það.
Skrifa ummæli