þriðjudagur, 6. júlí 2010

Mzungu in trouble

Helgin var, tja vid skulum segja vidburdarrik...
A laugardaginn for eg semsagt i lengstu messu a minni stuttu aevi i kirkjusokn Paranai. I ofanalag voru pinlegar uppakomur thar sem eg kom vid sogu mjog tidar. Fyrst voru allra augu a mzungu (hvit manneskja) og ein stelpan horfdi svo fast a mig ad thad var engu likara en hun vaeri ad saera ur mer djofulinn sjalfan. Mzungu var latin standa upp og kynna sig og presturinn beindi reglulega spurningum ad mer, sumar skildi eg nu ekki alveg, adrar vordudu sidferdi a Islandi. Megininntak raedunnar var ad vegir guds eru orannsakanlegir og vid getum ekki sed fram i timann. Hvad skyldu islenskir midlar segja vid thessu? Paranai fletti nyja testamentinu fyrir mig i grid og erg eftir thvi sem visad var i og thvi var erfitt fyrir mig ad lesa Korintubrefid sem hefur ad geyma textann vid lag Johanns G., Kaerleikur. Er ad spa i ad lata krakkana syngja thetta og var ad tekka hvort enski textinn passadi vid lagid. Ja skamm skamm, en madur verdur nu ad sinna vinnunni!

Eg verd ad segja ad eg datt stoku sinnum ut thratt fyrir ad elskulegur presturinn flytti hluta raedunnar a ensku serstaklega fyrir mig. Ein spurningin sem borin var a bord fyrir mig tengdist einhverju sem eg hafdi ekki hlustad a. Ups! Presturinn kom ad mer med krepptan hnefann og spurdi mig akvedinn hvort thad sem hann heldi a i lofa sinum vaeri lifandi eda dautt. Fyrst yppti eg oxlum, enda hafdi eg ekki hugmynd um hvad madurinn var ad tala. Svo giskadi eg hafleyg a ad hann heldi "a living spirit:! Madurinn thraspurdi og sagdi ad lokum ad svarid sem hann hafdi vonast eftir vaeri einfaldlega ad eg vissi thad ekki. Fari thad grabolvad! Vid munum ss adrei vita hvad naesti madur hefur i hendi ser ganvart lifinu thvi thad er hans personulega mal. Ok, eg get fallist a thad.

Eftir messuna kynnti prestuinn sig sem James og reyndist hann vera eiginmadur adstodarskolastjora Shartuka. Nu thau hjonin budu okkur i mat, baunakassu sem eg hafdi ss enga serstaka lyst a. Svo tok myndasyningin vid. Gud minn godur svo eg leggi nu nafn hans vid hegoma. Kallinn var med thykkan stafla af myndum en myndefnid var ad mestu hid sama. Nu hann dro svo fram annan stafla og eg fann ad Paranai var farin ad okyrrast enda aetludum vied ad eyda eftirmiddeginum med foreldrum hennar. Eg helt ad eg yrdi ekki eldri thegar ad kallinn dro fram thridja staflann, hnausthykkan. Paranai var nu farinn ad hrifsa myndirnar af mer til ad hrada syningunni. I midri syningu a stafla nr thrju gerdist eg svo djorf ad segja ad vid yrdum ad drifa okkur ef vid aettum ad komast heim fyrir myrkur. Presturinn fellst a thad og eg dreif mig ad thakka fyrir mig, en nei. "Wait, wait, wait" sagdi presturinn med akafa< "Let us pray" Tharf eg ad segja meira?

Loksins komumst vid til mommu Paranai. Eg var daudfegin og hamadi i mig gomsaetan kjukling og tvo bolla af chai. Litil brodurdottir Paranai, um eins ars, var a stadnum. Undarlegt nokk var hun ekki hraedd vid mig og vildi vera hja mer. Ad lokum sofnadi greyid i fanginu a mer. Vid Paranai vorum dressadar upp i hefdbundin Masaifot og svo voru teknar myndir. Eg leit ut eins og fill i munderingunni!

A sunnudaginn forum vid svo i skrautferd med tvitugum strak ad nafni Lemisho, sem hefur thann starfa ad hlada sima. Lesimoh elskar sudur-ameriskar sapuoperur, so nice segir hann. Fullkominn kandidat til ad horfa a Grey's anatomy med ;) Svo kallar hann mig "lovely, dear Thorunn" og mamma hans kallar mig "beautiful Mzungu" Eg er nokkud anaegd med thau maedgin. vid Lesimoh erum mjog fyndin ad okkar mati og vorum ad spa i ad hanna hringiton i sima sem inniheldi "how are you, how are you?" eins og krakkarnir skraekja si og ae ad mer. Slikur hringitonn myndi nu endanlega fara med mig!

Nog i bili

Loba

6 ummæli:

Mímsa sagði...

Haha ég myndi nú reyna að koma mér hjá mikið fleiri messuferðum! :-) Þetta hefur líka verið hryllilegt með alla myndabunkana... svolítið eins og að lenda í hlutverkaleikjanördi að útskýra líf og reglur í hlutverkaleiknum sínum án þess að nokkur lifandi maður hafi á því áhuga... svo ég taki það sem dæmi eina ferðina enn ;-)
Lesimoh virðist viðkunnalegur ungur maður þó svo að starf hans hljómi hálf einkennilega fyrir okkur mzungu-ana hér fyrir norðan :-) Ástríða fyrir suður-amerískum sápuóperum er náttúrlega hið besta mál. Þið mynduð kannski leyfa Stebba að vera með ef þið færuð í gegnum eins og eina Gray´s seríu ;-) Hlakka til að sjá myndirnar af ykkur Paranai í múdderingunni :-)
Kv. Mímí

stebbiben sagði...

Lemisho er velkominn á Leifsgötuna í Grey´s.
Snilldarpistill,halleljúa :)
p.s Kolfinna er mikið á ferðinni með mynd af Lóbu sinni.

Unknown sagði...

Ohhhh þvílíkt og slíkt! Vona sannarlega að þú þurfir ekki oft að sækja messur.
Hlakka til að heyra hringitóninn.. þú getur kannski sent mér hann ;-)
Kv.
V.

ingibjorgosp sagði...

Það er aldeilis uppákomurnar sem þú lendir í! Það hlítur að vera skrýtið að vera miðpunktur athyglinnar alla daga. Hlakka til að sjá myndir af þessu öllu saman þegar þú kemur heim. Ertu annars ekki dugleg að taka myndir?

Helga sagði...

Sæl Þórunn mín.
Gaman að lesa þetta þó uppákoman í messunni hljóti að hafa verið þreytandi. Nú er komin rigning, þoka og kuldi. Er í Seljó að bíða eftir að Kári komi úr Duggufjöru.
Bestu kveðjur, mamma

Nafnlaus sagði...

Ji minn eini!!! ég hefði nú ekki alveg boðið í slíka messuferð og sérmeðferð frá prestinum, alveg agalegt :) Snilldar pistill frá þér Þórunn mín, hlakka til að sjá myndir og allt saman :)

Kveðjur frá Flúðum, Erna