mánudagur, 8. ágúst 2011

Palli og stóru orðin.

Ég vitna beint í sjálfa mig, Þorbjörgu og Öldu á facebook:

Þórunn Þórhallsdóttir
telur ummæli Páls Óskars ekki ámælisverð þótt hann hafi talað djarflega. Því miður finnum við fyrir rasisma, hatri á samkynhneigðum og femínistum dag hvern. Ekki eru allir hvítir miðaldra hægrisinnaðir karlmenn fordómafullir. En mjög margir þeirra virðast njóta sérréttinda sem þeir telja sjálfsögð.

Alda Villiljós
Það er ekki það að þeir séu allir fordómafullir - þeir bara þurfa aldrei að mæta fordómum.

Þórunn Þórhallsdóttir
Það var heldur enginn að tala um að allir karlmenn sem falla undir þessa skilgreiningu beri ábyrgð á hruninu, en sannleikurinn er að sá að mikill minnihluti kvenna voru stjórnuðu fyrirtækjum sem þessum eða tóku þátt í þeirri stjórn. Þeir sem fara með of mikil völd í hvert skipti hljóta að misnota þau. Það er í raun bara hending að hvítir hafi náð þeim forréttindum sem þeir hafa í dag. En þau forréttindi og völd hafa mótað marga af þessum einstaklingum. Ef konur hefðu náð þessum völdum er óhætt að segja að þær hefðu misnotað það. Eða ef samkynhneigðir væru "normið" fyndust örugglega fordómar gagnvart gagnkynhneigðum. Þess vegna hljótum við að styðja jafnrétti og þar af leiðandi jafnvægi þar sem að allir hópar kveða sér hljóðs. Það þarf að benda á þetta því svona er þetta. Margir þessara manna hafa einfaldlega ráðið heiminum og kúgað minnihlutahópa.

Þorbjörg Gísladóttir
Það flottasta sem Palli sagði (að mínu mati) var "Við megum ekki sofna á verðinum". Ef orðin hans hafa vakið ummæli þá er það gott, því fólk sem kannski pældi ekki mikið í þessu áður er farið að mynda sér skoðanir um málið.

Engin ummæli: